Guðmundur Þ Harðarson - 75 ára
Þannig líður tíminn. Þjóðsagnarpersóna sundíþróttarinnar, hann „Mummi okkar“, Guðmundur Þ. Harðarson, er 75. ára í dag.
Margfaldur Íslandsmeistari á sínum yngri árum og þjálfaði marga slíka. Það er stór hópur af fólki sem getur rifjað upp gamlar og góðar minningar af Mumma þjálfara.
Heilræðin voru sára-einföld, læra, mæta á æfingu, hugsa um stílinn-þá kemur hraðinn, borða og sofa vel.
Hann náði frammúrskarandi árangri með sundfélagið Ægi á árunum 1965-1980, hann virkjaði íþróttaandann ekki bara á sundlaugarbakkanum heldur sat hann í stjórn Ægis í ein 19. ár.
Fyrir hönd Ólympíusambandsins sat hann í tækninefnd Smáþjóðaleikana í 13. ár og í stjórn afrekssjóðs ÍSÍ í 18. ár.
Til margra ára lýsti Mummi sundkeppnum hér á landi og erlendis á RÚV á eftirminnilegan hátt. Þar var ekki kvikað frá fagmennskunni, öll met, í öllum greinum, allir tímar, langt aftur í tímann; á hreinu; ekki bara hjá íslensku keppendunum heldur öllum hinum líka.
Við hjá SSÍ óskum Mumma innilega til hamingju með daginn.
Hér má sjá viðtal við Guðmund í morgunblaðinu í dag: